VÍSINDIN
Ensím eru líffræðilegir efnahvatar sem virka mjög hvetjandi á þróunarferli frumna í öllum lifandi verum. Skaðlegar örverur (bakteríur, vírusar, sveppir o.fl.) samanstanda í meginatriðum af prótínum. Sjávarensím DrBRAGA gera atlögu að þessum prótínum
og gera þau óvirk. Þannig geta sjávarensímin bætt áferð húðarinnar til muna og verndað hana fyrir skaðlegum örverum.
Sjávarensím DrBRAGA hafa algjöra sérstöðu þar sem þau smjúga svo auðveldlega niður í ystu lög húðarinnar þar sem þau örva endurnýjun húðfrumna og hreinsa þannig húðina innan frá. Sjávarensímin eru sótt niður á mikið dýpi sjávar þar sem hitastigið fer niður í allt að 8 inum 2° á Celsíus. Þegar sjávarensímin síðan sameinast eðlilegum líkamshita verða þau ofurvirk og í raun mun virkari en nokkur önnur ensím.
Sjávarensím DrBRAGA sýna töluvert betri virkni en önnur ensím þegar þau komast í snertingu við líkamshita sem gerir þau enn
ákjósanlegri innihaldsefni í húðvörur. Með reglulegri notkun á DrBRAGA húðvörum næst sjáanlegur árangur til langs tíma en húðin verður stinnari, unglegri og fær eins heilbrigða áferð og mögulegt er miðað við aldur.
HELSTU EIGINLEIKAR SJÁVARENSÍMA
-
OFURVIRKNI
Virkni sjávarensíma nær hámarki þegar þau komast í snertingu við hefðbundinn líkamshita. Sjávarensím smjúga auðveldlega niður í ystu lög húðarinnar og geta þar af leiðandi ráðist að rótum vandans. Þannig næst góður árangur mun fyrr en ella.
-
MÝKJANDI
Öflug sjávarensím DrBRAGA leysa upp dauðar og þreyttar húðfrumur, fínstilla yfirborð húðarinnar og draga úr sýnilegum fínum línum, hrukkum og stækkuðum svitaholum – fyrir sléttari, endurnærða og ljómandi húð.
-
FLÆÐI
Sjávarensím auka flæði húðarinnar og gera þannig súrefnisupptöku hennar mun öflugri en áður.
-
HREINSUN
Sjávarensím vinna gegn skaðlegum örverum en þau bæði hreinsa húðina af þeim og verja hana fyrir frekari árásum óæskilegra örvera.
-
RAKAGEFANDI
Sjávarensím koma jafnvægi á rakastig húðarinnar og sjá henni stöðugt fyrir fullnægjandi raka.
-
RÓANDI
Fyrir tilstuðlan sjávarensíma víkja óhreinindi og dauðar húðfrumur fyrir geislandi og heilbrigðari húð. Sjávarensím leysa upp dauðar húðfrumur en við það verður húðin mýkri viðkomu og um leið dregur úr fínum línum og hrukkum og svitaholur minnka. Yfirborð húðarinnar verður þannig áberandi sléttara og fær húðin öll mun heilbrigðara og fallegra yfirbragð.
-
ANDLITSLYFTING
Sjávarensím hindra að kollagen húðarinnar minnki en með því nær húðin frekar að halda teygjanleika sínum. Þannig verður húðin bæði stinnari, áferðarfallegri og unglegri. Róandi áhrif sjávarensíma draga úr roða, ertingu og þrota sem kann að myndast í húðinni.
-
VÖRN GEGN MENGUN
Sjávarensím vernda húðina fyrir mengunaráhrifum frá andrúmsloftinu og hindra með því ótímabæra öldrun húðarinnar.
-
DREIFAST
Sjávarensím dreifast djúpt inn í yfir lög húðarinnar, og stuðla að hraðari árangri